Við þurfum enga aðstoð, gott fólk

Við þurfum enga aðstoð, við getum séð um okkur sjálf.  Landið er stórt og gjöfult og nú er ráð að snúa aftur til grunnstoðanna og hefja landbúnað af myndugleik sem og sjósókn.  Við getum verið sjálf okkur næg um nauðþurftir og þurfum ekki á útlenskum peningum að halda.

Við í Framsókn höfum alla tíð verið dyggir talsmenn þess að hér á landi eigum við að vera sjálfum okkur næg, og nú er lag.  Til hvurs þurfum við alla þessa peninga frá IMF?  Hvað eigum við að gera við þá?  Við bara tökum lán upp á óheyrilegar upphæðir og borgum af því vexti sem drepa okkur?  Og á meðan situr bara peningurinn í einhverri hvelfingu í Seðlabankanum.  Til hvurs?

Nei, ég krefst þess að nú verði þing rofið og Guðna Ágústssyni fært stjórnarmyndunarumboð.  Með sterkri löggjöf er hægt að leggja niður samskipti við útlönd, nema Noreg, og setja á fót stór og góð samyrjubú um land allt þar sem almenningur getur fengið vinnu við landbúnað, nú eða samskonar fyrirkomulag í sjávarplássum landsins, og gegn vinnuframlagi fengið greitt í fatnaði og mat og húsaskjóli.  Á þann hátt yrðum við sjálfum okkur næg, og þeir sem ekki sætta sig við það geta bara búið annars staðar.  Við Framsóknarmenn eru stoltir af landi okkar og fólki!   


mbl.is Uggandi um afgreiðslu umsóknar hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rifjaðu upp með mér hverjir voru með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn þegar bankarnir voru vinavæddir....

Nei takk!

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Jón Einarsson

Valgerður gerði gríðarlega góða hluti þegar bankarnir voru einkavæddir, Einar minn.  Það kallaði á dug og þor að standast "tilboð" einhverra bláókunnugra aðila í bankana, miklu betra var að láta þá í hendurnar á aðilum sem menn þekktu vel og treystu í stað þess að stóla á guð og lukkuna.  Ekki hefði ég boðið í það ef bankarnir hefðu farið í hendurnar á aðilum sem enginn vissi hvar stóðu í pólitík.

Það var það sem gerðist eftir að bankarnir voru einkavæddir sem olli vandræðunum, og þar spilar inn í Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin, þeir tveir bera alla ábyrgð.  Framsókn enga. 

Jón Einarsson, 6.11.2008 kl. 08:47

3 identicon

Já um að gera að gefa formanni flokks með 5% fylgi á landsvísu stjórnarmyndunarumboð.

Tryggvi (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:33

4 identicon

Ef þig dreymir blauta Framsóknardrauma um svona ástand þá gætirðu byrjað á að skreppa til landa sem eru í raun í svona stöðu, t.d. Norður Kóreu (sem er þó að berjast við að rjúfa einangrun sína) eða Zimbabwe.

Arnar (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:58

5 identicon

"Við getum verið sjálf okkur næg um nauðþurftir" ef þú ert sveitungur veistu sennilega að bændur og útgerðir þurfa erlent eldsneyti, fóður og áburð, erlendar vinnuvélar, nær allt efni til húsagerðar og -viðgerða ofl. ofl.

Annars grunar mig sterklega að þetta sé nýtt grínblogg

Karma (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:01

6 Smámynd: Jón Einarsson

karma, er það?  Við gátum alveg komist ljómandi vel af í aldaraðir án þess að hafa eldsneyti, fóður og vinnuvélar erlendis frá.  Af hverju ekki núna? 

Ég veit ekki betur en að það sé allt vaðandi í eldsneyti á öllum bensínstöðvum, áburður í hverri búð, og Húsasmiðjan og Byko um allar koppagrundir.  Til hvers að flytja þessa hluti inn þegar við erum nú þegar með þá hérna heima.  Nei, þessi rök þín falla alveg um sig sjálf.  Ég fer á mína íslensku bensínstöð og kaupi bensín á minn bíl með íslenskum krónum.  Ekkert útlenskt bruðl þar.

Jón Einarsson, 6.11.2008 kl. 10:10

7 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Já ég vona að um sé að ræða grín-blogg. Annars er merkilegt hvað það eru til margir framsóknarmenn sem halda í einlægni að samfylkingin beri meiri ábyrgð á ástandinu en þeir, sem er í besta falli sorglegt en í versta falli fáfræði. framsóknarmenn hefa verið duglegir að ræna í gegnum tíðina sbr. Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS). framsóknarmenn eru deyjandi þjóðflokkur og ég segi nú bara farið hefur fé betra, nei takk aldrei aftur framsókn!

Óskar Steinn Gestsson, 6.11.2008 kl. 10:12

8 identicon

Það kallaði á dug og þor að standast "tilboð" einhverra bláókunnugra aðila í bankana, miklu betra var að láta þá í hendurnar á aðilum sem menn þekktu vel og treystu í stað þess að stóla á guð og lukkuna.  Ekki hefði ég boðið í það ef bankarnir hefðu farið í hendurnar á aðilum sem enginn vissi hvar stóðu í pólitík.

Ég segi eins og fleiri hér fyrir ofan, er þetta eitthvað grín?????

miklu betra að láta þetta í hendurnar á aðilum sem menn þekktu vel og treystu, segir þú já...

Hvar hefur þú verið undanfarnar vikur? ertu ekki búinn að fylgjast með fréttum um hrun bankana??

Þessir aðilar sem þú talar um að höfðu traust, eru búnir að koma okkur Íslendingum í ótrúleg vandræði. Hver einasti Íslendingur skuldar núna rúmar 7 milljónir vegna þessara traust-miklu manna sem þú talar um Jón.

Þú hefðir ekki boðið í að bankarnir hefðu farið í hendurnar á einhverjum sem enginn vissi hvar voru í pólítík... ja.. miðað við hvað þessir aðilar sem fengu bankana upp í hendurnar fyrir smáaura... hvað eru þeir búnir að gera???

Þú hlýtur að vera að grínast Jón.

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 11:44

9 Smámynd: Jón Einarsson

Grínast?  Af því að ég er ekki sammála ykkur?  Er ekkert pláss fyrir aðrar skoðanir er ykkar?  Mér er síður en svo hlátur í huga, ég legg einungis til að þjóðin fái Guðna og hans fólk til að leiða sig út úr þessum ógöngum, aðrir geta það ekki.  Og Framsókn hefur reynsluna af því að bjarga Íslandi.  Mér sárnar að fólk skuli halda að ég sé að spauga.

Jón Einarsson, 6.11.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband