Já, oft var þörf en nú er nauðsyn

Kæru samlandar, oft var þörf en nú er það nauðsyn.  Ef okkar fagra land á að eiga möguleika á að rísa til metorða í samfélagi þjóðanna þarf að kjósa, eigi síðar en strax, og velja Framsókn til forystu.  Við í Framsókn höfum yfir gríðarlega flottum hópi frambjóðenda að ráða, og fer þar fremst í flokki hin stórglæsilega kona Jónína Benediktsdóttir, sú sem ég vona að verði formaður flokksins míns.

Liðnir eru þeir tímar að við höfðum efni á því að hafa alls kyns flokka í framboði, flokka sem eingöngu eyðilögðu lýðræðið með uppskafningshætti og tilætlunarsemi.

Eina leiðin til að vernda lýðræðið er að tryggja með öllum ráðum að Framsókn fái völd í landinu og ráðrúm til að rétta landið við.  Þegar okkur hefur svo tekist það, þá getum við hleypt öðrum flokkum í umræðuna.


mbl.is Kviknakinn Geir og gullspilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúir þú á álfasögur??

lelli (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 18:47

2 identicon

HaHaHa .Trúir einhver ennþá á græna þurrafúadallinn????

l (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 19:53

3 identicon

cci-Aft-20081227-1-_261821mÞau verða fín saman X- D og X- B

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 21:03

4 identicon

Ég er ansi viss um að þú hafir misskilið hugtakið lýðræði....flettu upp á því!

bla (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 22:09

5 identicon

Trúin á framliðna flokkinn lifir enn!

hp (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband