Þetta hefði aldrei liðist undir stjórn Framsóknar

Þetta er nú alveg hreint með ólíkindum. Hvurnig má það vera að hér sé hægt að skipa hvern sem er dómara? Hafa menn aldrei heyrt um tvískiptingu ríkisvaldsins? Úrskurðarvald og dómaravald?

Það hlýtur að vera hægt að fara fram á við skipan dómara sé litið til faglegra þátta eingöngu? Vissulega getur reynst nauðsyn við og við að skipa dómara sem framfylgja þeim tíðaranda sem ríkir hverju sinni, svona til að tryggja að óæskileg áhrif hreiðri ekki um sig í sinni almennings, en að öðru jöfnu ætti slíkt aldrei að eiga sér stað annars.

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að til dómara séu skipaðir þeir sem vilja viðhalda siðvenjum og viðhorfum lýðsins, t.d. hefur orðið gríðarleg hnignun á 20. öld í siðferði og viðhorfum, nokkuð sem hefði mátt koma í veg fyrir með skipan dómara sem hefðu haft almannaheill að leiðarljósi.

Þetta kemur mér svo sem ekkert á óvart, seisei nei, heldur var þetta viðbúið af ríkjandi öflum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir að þessi spilling endurtaki sig er að tryggja framgang Framsóknar í næstu kosningum, og ég mælist til þess (núna sem endranær) að fest verði í stjórnarskrá að stjórnarmyndun án þátttöku Framsóknar verði óheimil, hið minnsta þangað til þjóðin hefur metið sem svo að spillingaröflin séu upprætt með öllu. Veit ég að ýmsir í hreppsstjórninni í minni sveit eru þessu fylgjandi af heilum hug.


mbl.is Annmarkar á skipun dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei liðist undir stjórn Framsóknar? Svona eins og þegar Ólafur Börkur var skipaður Hæstaréttardómari?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband