Stormur í vatnsglasi!

Bjarni Harðarson, einn ötullasti, skynsamasti, og duglegasti þingmaður sem þjóðin hefur átt er gerður að blóraböggli í þessu máli.  Bjarni vildi að þetta bréf yrði sent nafnlaust, svo ekki yrði það tengt við hann og það eitt og sér sýnir ábyrgð af hans hálfu, mér finnst ótækt að refsa honum fyrir slíka fyrirhyggju og ábyrgðartilfinningu.

Inn á við hefði Bjarni virkað sem sterkur hluti af liðinu, staðið á bak við samþingmann sinn, um það efast ég ekki.  

Í hinni endalausu leit að blórabögglum um þessar mundir er það grætilegt að kraftmikill þingmaður Framsóknar, eina flokksins sem er vammlaus með öllu og ber á engan hátt ábyrgð á einu eða neinu í því sem komið er í ljós, skuli vera neyddur með þessum hætti til afsagnar.  Fyrir smámuni eina.

Hvernig væri að þingmenn Samfylkingar myndu segja af sér vegna þeirrar gríðarlegu ábyrgðar sem þeir bera á ástandi þjóðfélagsins í dag?  

Nú sem aldrei fyrr þurfa landsmenn sem bera hag sjávar og sveita fyrir brjósti að þjappa sér þétt saman um sinn flokk og fordæma þessar nornaveiðar, þessa botnlausu leit að sökudólgum.  Hún skilar engu öðru en því að saklausir falla í valinn.  Í stað þess að leita að sökudólgum væri nær að leita uppi þá sem ábyrgð bera á ástandinu og refsa þeim grimmilega, hneppa í varðhald ef ekki vill betur. 


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Þú einfaldi sveitamaður (að eigin sögn) ferð villur vegar í þessu máli, hvernig geturðu sagt að níðbréf sent nafnlaust á samflokksmann sýni ábyrgðartilfinningu sendandas  ? það get ég með engu móti skilið. Þetta er með afbrigðum klaufalegt hjá Bjarna, en ég tel hann mann að meiri að standa upp úr stólnum og þetta er ágætasti drengur held.

Hinsvegar varðandi innihald bréfsins þá er þar margt sem hægt er að taka undir, Valgerður ber mikla ábyrgð þar sem hún stóð sem viðskiptaráðherra fyrir einkavæðingu bankanna með því að gefa gömlum flokksgæðingum sínum Búnaðarbankann (Finnur & Ólafur Ól.) nánast á silfurfati, þetta hlýtur þú að vita og framsóknarflokkurinn ber mikla ábyrgð á ósköpunum öllum í dag. 

Skarfurinn, 11.11.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband