Nei, bankaleynd þarf að aflétta

Það er alveg ljóst að bankaleynd er mikilvæg í viðskiptum bankanna, en stundum þarf að aflétta henni svo almenningur geti vitað hver fékk hvað á hvaða kjörum og til hvers. 

Bankaleynd á með öllu að afnema, hún er skálkaskjól spillingar og pukurs.  Ef lánamál fólks og fyrirtækja þola ekki dagsins ljós er klárlega eitthvað þar sem þarf að fela, og það eitt og sér á að vera saknæmt ef það er ekki svo nú þegar.  Mér finnst það ekkert tiltökumál að fólk hafi aðgang að lánum til einstaklinga og fyrirtækja á lýðræðislegum grundvelli og geti þannig myndað sér skoðanir á mönnum og málefnum.  Þetta er alsiða í t.d. Slóveníu og Nýja-Sjálandi.  Ég á t.d. að geta séð hvort Jón Ásgeir hafi fengið lán frá einhverjum banka til að kaupa sjónvarpsstöð og ég þá gert upp við mig hvort ég vilji sýsla við sama banka.  Ennfremur hver kjörin eru svo ég hafi eitthvað til að miða mín lán við.

Ef nágranni minn byggir sér stærra hús en ég bý í en ég hef rökstuddan grun um að hann hafi ekki laun sem duga fyrir greiðslubyrði á því húsi ætti ég, sem skattgreiðandi og þ.a.l. einn eigenda bankanna, komist að því hversu hátt lán nágranni minn fékk, hver veitti honum það lán, hver kjörin eru og hvernig hann hyggst borga af því.  Það er minn lýðræðislegi réttur.

Engu að síður þarf að tryggja að viðkvæmar upplýsingar liggi ekki á glámbekk.  Ég kæri mig t.d. ekki um að hver sem er geti séð mín lán eða greiðslugetu, slíkar upplýsingar um mig eiga að vera varðar og mitt einkamál, enda sá réttur minn varinn af lögum um persónuvernd og lögum um bankaleynd.  Mín lán eru mitt einkamál og það kemur öðrum ekki við hvaðan ég fæ mín lán, hver kjörin eru, eða hvort og þá hvernig ég stend í skilum með þau.

Það er því ljóst að Ágúst berst fyrir miklu hagsmunamáli þjóðarinnar; þeim rétti að fá að vita hver lánar hverjum hvað og til hvers.  Hvernig á gagnsæi að ríkja ef almenningur veit þetta ekki?  

Það er breytinga þörf, kjósum strax.  Áfram Framsókn. 


mbl.is Bankaleyndin víki vegna rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo þú villt sjá upplýsingar um aðra en enginn má sjá upplýsingar um þig?

 sammála að þurfi að afnema bankaleynd af fyrirtækjum og stærri lánum en ef þú villt sjá greiðslugetu þinns nágranna, ætti hann ekki að hafa sömu kröfu á þig?

Ingvar (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:15

2 identicon

Hmmmm....ég er ekki alveg að skilja. Þú vilt geta nálgast upplýsingar um nágranna þinn, en nágranninn má ekki kanna þín mál á sama hátt??? Er þetta lýðræðiskenning Framsóknarflokksins?

Myllfríður Högnadóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Jón Einarsson

Að sjálfsögðu.  Það hlýtur að vera hluti af lýðræðinu og réttindi mín sem þegn í því að vita hvað fyrirtæki sem ég á, sem skattgreiðandi, lánar og til hverra og á hvaða kjörum.  Það snertir mig beint sem hluta af þjóðfélaginu.  Á sama tíma hlýt ég að njóta ákveðinnar verndar fyrir hnýsni annara með lögum um persónuvernd og bankaleynd.  Þau lög eru til þess að vernda fólk eins og mig.  En þar sem ég veit að ég hef ekkert óhreint í pokahorninu er rétturinn allur mín megin að vernda upplýsingar um mig, og að sama skapi veit ég, sem skattgreiðandi, ekki hvort aðrir hafi eitthvað misjafnt að fela og á því rétt á að komast að því.  Þetta fellur örugglega undir jafnræðisreglu stjórnarskrár, að ég viti um aðra það sem aðrir viti um mig, en jafnframt að mitt einkalíf sé tryggt (skv. sömu stjórnarskrá).  Þetta er nú ekki flókið.

Jón Einarsson, 14.11.2008 kl. 13:21

4 Smámynd: Jón Einarsson

Nei, ekki opinber stefna hans.  Heldur mín skoðun og útfærsla á þeirri skoðun.

Jón Einarsson, 14.11.2008 kl. 13:21

5 identicon

Þessi málsgrein þarna um miðbik greinarinnar er náttúrulega bara þvættingur, hvað varðar þig um það hver innkoma nágrana þíns er, hvað varðar þig um greiðslugetu hanns? Þetta er náttúrulega bara öfund. Það eina sem þú hefur rétt til að vita, er hvort skattar viðkomandi séu í samræmi við lífstíl hanns.

Hitt er annað mál, að ef fólk getur ekki unað nángrana sínum þess að búa í betra húsi, aka um á betri bíl, eða fara í flottari ferðir en það sjálft, og skuldsetur sig til að geta gert eins, þá á það ekki annað en skilið að fara á hausinn!!

Sá sem ekki hefur efni á að kaupa sér RangeRover, heldur tekur 5millur að láni til að kaupa hann, á einfaldlega ekkert að keyra um á slíkum bíl, og á ekki annað skilið en að fara krókalaust á hausinn!!

Skatturinn (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:26

6 identicon

Vitaskuld er bankaleynd ekki bara mikilvæg, heldur MJÖG mikilvæg.  Ef hún hverfur, þá hverfur féið líka úr bönkunum.   Öflugustu bankarnir eru þar sem besta leyndin er.  Þessir bankar (Lux,Lichtenst og Sviss) hafa þó skuldbundið sit til að afhjúpa bankaleynd ef rökstuddur grunur er um alvarlegan glæp, en það þarf rökstuddan grun, en ekki venjulegt rabb ráðherra eða duttlunga leynilöggu (greiningardeild rannsóknarlögreglu) því allt svoleiðis fer úr böndum, þegar það er enginn sem gætir hagsmuna þess sem á að rannsaka (dómari sem gerir það án þess að viðkomandi veit af því).   Ef það er enginn sem gætir hagsmuna þess sem á að rannsaka, þá hliðrastviðmiðunin ósjálfrátt í tímans rás, eins og hún gerði með matið á hvað væri örugg fjárfesting.

Kristinn Sigurjónsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:36

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bankaleynd er kannski minnsta vandamál sem við þurfum að gæta að þessa stundina. Verði ekki farið á trúverðugan hátt í uppgjör á þeim gjörningum sem eru að kosta fólk ævisparnaðnum verður enginn friður hér á landi. Verði þetta ekki gert af þinginu á trúverðugan hátt er hætt við að uppgjörið verði gert persónulega við fólk sem slúðursögur telji að hafi valdið einhverju í bankasvindlinu. Við búum á forstigum borgarastríðs í þessu landi og allt það sem getur orðið til þess að ná aftur sáttum í þessu samfélagi er til þess vinnandi.

Héðinn Björnsson, 14.11.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband