Auðvitað eigum við að fara inn í ESB

Fólk lætur eins og það sé einhver spurning hvort hagsmunum okkar sé betur borgið innan ESB en utan.  Alveg með ólíkindum.  Ég ræddi þetta við einn í gufunni í Vesturbæjarlauginn í morgun sem var alveg á því að ESB væri slæmur kostur.  Sem er út í hött!

Nú er nauðsynlegt fyrir okkur að ganga inn í ESB og við eigum að setjast að samningaborðinu strax eftir áramót og semja hratt og örugglega.  Kröfur okkar eru skýrar:

1) við viljum óskert yfirráð yfir fiskimiðunum okkar og engar aðrar þjóðir fá að nýta auðlindina nema með okkar leyfi.

2) við viljum óskert yfirráð yfir vatnsafli og jarðvarma á Íslandi.

3) fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi verði takmarkaðar hér eftir sem hingað til

4) við viljum undanþágu frá greiðslum í sameiginlega sjóði ESB vegna bágrar stöðu efnahagslífsins næstu 10 ár.

5) við viljum undanþágur frá frjálsu flæði vinnuafls hingað til lands til að vernda íslenskt atvinnulíf

6) við viljum aukin höft á innflutningi matvæla erlendis frá, t.d. með sértollum á innflutningi, til að vernda innlenda framleiðslu

7) við viljum undanþágu frá lögum um hvíldartíma bílstjóra (sbr. það sem Sturla vinur minn Jónsson barðist fyrir)

Á móti myndum við fá aðgang að eftirfarandi hjá ESB:

1)  sérúthlutanir styrkja úr sjóðum ESB til uppbyggingar hér á landi

2) evruna og stuðning evrópska seðlabankans samhliða því

3) aðgang að lánsfjármagni erlendis frá óheft og án skatta

Ég tel ekkert því til fyrirstöðu að við getum fengið þessa hluti hratt og örugglega í gegn, og svo þegar rofa fer til í efnahagsmálum landsmanna getum við alltaf sagt okkur úr ESB ef hagsmunum okkar er betur borgið utan þess en innan. 

Það eina sem við myndum þurfa að fara fram á er fullkomin sjálfsstjórn yfir auðlindum okkar og atvinnuvegum.   


mbl.is Evrópumálin í brennidepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson, 14.11.2008 kl. 14:37

2 identicon

Daði Rúnar (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 14:45

3 identicon

Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að við séum í aðstöðu til að setja fram einhverjar kröfur núna? Við fáum örugglega inngöngu ef við sækjum um, en algjörlega á þeirra forsendum. Bless fiskimið, bless vatnsorka, jarðvarmi, mögulegar olíulindir ... og láttu þig ekki dreyma um að við fengjum einhver sérkjör til að vernda innlenda framleiðslu heldur. Við erum í verstu mögulegu aðstöðu til að ganga í ESB núna. Og finnst þér þetta virkilega vera kompaní sem við eigum að sækjast eftir núna? Eru þeir vinir okkar í raun?

Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 14:49

4 identicon

Snilldar "pisslar" hjá þér.

Er fólk orðið húmorslaust ofan í peningaleysið?

The Bigot (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband